Hugarfarsbreyting í heilbrigðismálum

Það er í gangi hugarsfarsbreyting á Íslandi varðandi heilbrigðismál. Það er ánægjulegt að finna fyrir því í Suðurkjördæmi hversu margir eru farnir að hugsa út fyrir kassan. Það sést á skrifum í blöðum, sjónvarpsþáttum og fleiri úrræðum sem í boði eru.
Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég tel að hefðbundar og óhefðbundar lækningaaðferðir og heilsugæsla eiga fullkomna samleið. Án hvor annarar geta þær ekki verið.
Kjörorð Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, berum ábyrgð á eigin heilsu, segir allt sem segja þarf. Við berum fyrst og síðast ábyrgð á eigin heilsu. Við þurfum oft á aðstoð að halda til þess að öðlast heilbrigði í dagsins önn. Sunnlendingar geta verið stoltir af þeirri starfssemi sem fram fer í Hveragerði, sjálf hef ég notið þjónustu heilsustofnunarinnar fyrir nokkrum árum sem varð grunnurinn að breyttu lifnaðarháttum. Í Reykjanesbæ hefur Heilsuhótel Íslands verið rekið og gert mörgum gott. Hallgrímur Magnússon læknir og frumkvöðull starfar einnig í Suðurkjördæmi. Víða um kjördæmið er boðið uppá óhefðbundar leiðir til þess að öðlast heilsu. Ég tel að íbúar þessa kjördæmis hafi sýnt framsýni og þor varðandi þessi mál.
Vissulega eru skiptar skoðanir á óhefðbundum aðferðum og þess vegna kallast þær óheðbundar. Náttúrlegar aðferðir er önnur skilgreining á óhefðbundum leiðum og vísa þá meira til þess að nýta það sem náttúran gefur okkur og fara í raun aftur til fortíðar. Til þess tíma sem lyf voru ekki til og menn nýttu jurtir oft með góðum árangri. Á íslandi eru tugir jurta sem hægt er að nota í lækningaskini og vaxa gjarnan við túnfótinn heima.
Fólk á að hafa val þegar kemur að lækningum, val um það að taka lyf, fara í aðgerð, í sjúkraþjálfun eða fara óhefbundnar og náttúruleiðir. Sjálf tók ég 5 - 6 lyf að staðaldri fyrir nokkrum árum, var of þung og orkan í lágmarki. Með breyttum áherslum í lífstíl, breytingu á mataræði, hefðbundum og þó sérstaklega óhefbundum aðferðum tókst mér að ná heilsu á ný og vera lyfjalaus í dag.
Barátta við að ná betri eða bæta heilsuna getur tekið á og tekur tíma. Það er ekki jöfnuður í því að fólk sem lítið hefur á milli handanna geti ekki leyft sér að nota aðra þjónustu en þá hefðbundu. Við getum líka sparað tugmilljónir í heilbrigðiskerfinu með fjölbbreyttara vali og minni lyfjaneyslu. Það væri þá hægt að nota það fé til þess að bæta það sem á vantar í heilbrigðisþjónustunni.

Höfundur er heilsumeistarnemi og býður sig fram í 2. - 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. og 17. nóvember


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband