Hornfirðingar og eyjamenn eiga margt sameiginlegt!!

Eftir vinnustaðaheimsóknir á Hornafirði fann ég enn betur hversu lík sveitarfélög Hornafjörður og Vestmanneyjar eru. Bæði sjávarútvegsbæir,  landfræðilega einangraðir hvor á sinn hátt. Harðduglegt fólk sem heldur ró sinni í lífsins ólgusjó.  Fórum í heimsókn á heilsugæslustöðina og dvalarheimili Hornfirðingar geta verið ánægið með það þetta verkefni og hvernig til hefur tekist. Finn  líka kraft í ferðaþjónustunni og Nýheimar heldur betur sannað gidi sitt.  Enn og aftur fengum við frábært veður og falleg útsýni

Fínn fundur á Höfn

Fínn fundur á Höfn í hádeginu í dag, evrópumál, kvótamál, vantraust á stjórnmál, tónlistarhús,  erfiðleikar heimilanna og atvinnulífsins var það sem meðal annars bar á góma. Einnig bar á góma sjónvarpsútsendingar þegar íslensku landsliðin eru að keppa.  Frambjóðendur voru flestir á því máli að allir landsmenn ættu rétt á að sjá beinar útsendingar landsliðanna óháð búsetu eða efnahag. Áhugavert mál í anda jöfnuðar.

Fór á bryggjuna og spjallaði við nokkra sjómenn, gott fiskerí og nóg af þorski. Verðmæta- og gjaldeyrissköpunin í fullum gangi.

Ég sagði það í prófkjörinu 2006 að Hornafjörður og Vestmannaeyjar væru lík sveitarfélög og ég held því fram áfram. Bæði Sveitarfélögin búa við mikla náttúrufegurð, sjósókn og erfiðleika í samgöngum. Fiskvinnsla og útgerð eru stór þáttur í atvinnulífinu. Ferðamennska og menning eru virðast vera í góðu standi  á Hornafirði að sjá með augum aðkomumannsins og  Hornfirðingar hugmyndaríkir í atvinnusköpun.

Veðrið var dásamlegt kalt en stillt og fegurð fjalla og sjávar naut sín til fulls.  

 

 


Góður fundur í Eyjum

Fundur með frambjóðendum Samfylkingarinnar í Eyjum í dag heppnaðist vel.

Mikil umræða fór fram um kvótakerfið, kosti þess og galla. Ég tel í raun að allir séu sammála um nauðsyn þess að laga kvótakerfið. Koma í veg fyrir að hann safnist á fáar hendur og einstaka menn haldi fjöreggi byggðarlaga í hendi sér. Nýliðun í greinni er líka nauðsynleg. Rekstarumhverfi sjávarútvegsfyrirtæka er erfitt þegar sífellt vofa yfir breytingar á kerfinu og gæta verður þess að taka ekki kvóta af þeim sem keypt hafa hann með réttmætum hætti.

Eyjamenn eru heppnir þar á bæ hafa margir útgerðarmenn sýnt samfélagslega ábyrgð og haldið kvótanum í heimabyggð og þar með haldið uppi atvinnustiginu.  Þannig er nú staðan í dag en það er ekkert sem verndar okkur gegn því að kvótinn flytjist í burtu ef núverandi eigendur hætta rekstri eða fela hann í hendur annarra.

Þessi vá auk þess að nýliðun er erfið kallar á betrumbætur án þess að kollsteypa rekstarumhverfi atvinnugreinarinnar.

Komin í annan útgerðarbæ Hornafjörð til þess að funda á morgun með heimamönnum


vonleysi og vantraust

Á ferð minni og annara frambjóðenda í Eyjum í dag upplifði ég vonleysi og vantraust. Það var vel tekið  á móti okkur á vinnustöðum.Það var gaman að hitta fólkið en erfitt að spjalla á miðjum vinnudegi við fólk í fullri vinnu.  Það virkaði samt þannig á sumum stöðum að lítill áhugi væri fyrir umræðu um pólitík. Einhvern veginn virðist margt fólk  þreytt á umræðunni og pólitíkinni , telur lítið breytast, sami afturendinn undir öllum sem setjast inn á þing. Enginn geri neitt bara tali og tali. Það gerist engar breytinga á Alþingi með nýju fólki. Það er skrýtin tilfinning að vera í prófkjöri með það að markmiði að ná í forystusveit Suðurkjördæmis og komast á þing, þegar hluti fólks hefur enga trú á þinginu.

Það er greinilegt að það þarf að leggja í mikla vinnu  til þess að brúa bilið milli þings og þjóðar og byggja upp traust. Það er stórt og veigamikið verkefni að loknum kosningum.

Þrátt fyrir vantraustið þá kom ég uppveðruð heim eftir hlýlegar  mótttökur í Ráðhúsinu, Sóla,  Kirkjugerði og Gathap í nöf og snarpar umræður í Ísfélaginu.  Krakkarnir sælir og ánægðir á leikskólunum sínum og næg atvinna í stöðvunum. Það er upplífgandi að sjá verðmætasköpunina með eigin augum. Fiskinn sem starfsfólkið vinnur og er sendur til kaupenda sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri. Það besta við þetta allt saman er að fiskurinn er raunverulegur ekki tilbúin ósjáanleg vara sem seld er milli manna og braskað með hugsanlegt verð.

 


Allt á fullri ferð

Nú er allt komið á fulla ferð í prófkjörinu. Skipulagið og hernaðarplanið að klárast. Mikið unnið við eldhúsborðið fram á nótt . Því miður er tíminn fyrir prófkjörið allt of stuttur til þess að geta kynnt sig almennilega í kjördæminu og heyrt í fólkinu.  En stefnan er að komast í forystusveitina og fara um kjördæmið til þess að  hlusta á hugmyndir og ráðleggingar fólksins í kjördæminu.

Ætla að fara með öðrum frambjóðendum á vinnustaði í Eyjum á morgun. Framboðsfundur í Eyjum á laugardaginn kl. 12. 00 svo er stefnan sett á Bakka. Þaðan í Víkina, kirkjubæjarklaustur og Höfn. Vonandi að þetta náist allt.  Fundur á höfn á sunnudag og vinnustaðaheimsóknir fram undir hádegi á mánudag. Stefnt að því að ná flugi frá Bakka eftirmiðdaginn á mánudag.

Þriðjudagurinn verður nýttur vel í Eyjum

Miðvikudagurinn í Árborg og fundur þar um kvöldið

Fimmtudagurinn á Reykjanesskaganum og fundur um kvöldið

Föstudagurinn Eyjar og svo rennur stóra stundinn upp á laugardaginn.

Spennandi, krefjandi og skemmtilegir dagar framundan

 

 

 

 


Framboð í suðurkjördæmi

Ég gef kost á mér í 1.-2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 7. mars n.k.


Ég er 46 ára gömul, búsett í Vestmanneyjum og starfa sem sérfræðingur í kjaramálum


Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu tel ég að 16 ára reynsla mín sem forystumaður í stéttarfélagi og kjarabaráttu, áratuga reynsla af félagsmálum og 8 ára seta í sveitarstjórn nýtist vel í þau krefjandi verkefni sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.

Ég vil svara kalli þjóðarinnar um nýtt fólk, ný vinnubrögð og nýja hugsun og býð fram krafta mína í Suðurkjördæmi til uppbyggingar á réttlátara samfélagi

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband