Að láta drauminn rætast

Lengi hef ég gengið með þann draum í maganum að verða þingmaður. Nú skal aftur haldið af stað. Til þess að geta orðið þingmaður þarf fyrst að á árangri í flokksvali og svo að sjálfsögðu í kosningunum sjálfum. Ég fæ oft spurninguna hvernig nennir þú þessu? Svarið er einfalt og á sama tíma flókið. Drauma er ekki alltaf hægt að útskýra eða öllu heldur köllun. Ég bara hef þessa þörf og ég tel mig hafa hæfileika til þess að gegna þingstörfum. Ég sat á þingi í 2 vikur í október 2009 og þar sannfærðist ég endanlega um að þarna vildi ég starfa. Vissulega er menningin í íslenskri pólitík ekki heillandi en henni má breyta. Nú býð ég mig fram í 2. - 3. sæti í Suðurkjördæmi í flokkvali Samfylkingarinnar. 16. - 17. nóvember n.k. Hlakka til að hitta fólk og heyra þeirra sjónarmið í kjördæminu. Við getum stillt saman strengi og spilað sama lagið, þó svo að hver fái að syngja með sínu nefi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband