2.11.2012 | 23:33
Landeyjahöfn stendur fyrir sínu
Lagði land undir fót í óveðrinu í dag úr flóanum til Eyja. Vel gölluð, með teppi, heitt té, gsm og ipad með facebook svo fylgjast mætti með ferðum frúarinnar. Gekk vel að keyra en nýtti mér veginn niður að Bakkaflugvelli til þess að sleppa við hugsanlegar hviður nálægt Markarfljótinu. Ótrúlega þægilegt að fara yfir hafið með Herjólfi frá Landeyjahöfn og bara snillingar þar við stjórnvöllinn. Það er eiginlega varla hægt að lýsa þægindunum af Landeyjahöfn þó vissulega sé aksturinn lengri. Vona innilega að höfnin haldist opin í vetur. Gott fyrir konur í flokksvalli sem þurfa að þeysast um kjördæmið þvert og endilangt á eldingarhraða. En í flokksvali er gaman, krefjandi, upplýsandi og gefandi. Við eldhúsborðið eru næstu dagar skipulagðir þó vissulega sé það erfiðara með Kára í ham. Framboðsfundinum á morgun frestað til sunnudags í Eyjum. Hef lært það í gegnum tíðina að bera virðingu fyrir náttúruöflunum, gegn þeim stöndum við agnarsmá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.