28.2.2009 | 17:25
vonleysi og vantraust
Á ferð minni og annara frambjóðenda í Eyjum í dag upplifði ég vonleysi og vantraust. Það var vel tekið á móti okkur á vinnustöðum.Það var gaman að hitta fólkið en erfitt að spjalla á miðjum vinnudegi við fólk í fullri vinnu. Það virkaði samt þannig á sumum stöðum að lítill áhugi væri fyrir umræðu um pólitík. Einhvern veginn virðist margt fólk þreytt á umræðunni og pólitíkinni , telur lítið breytast, sami afturendinn undir öllum sem setjast inn á þing. Enginn geri neitt bara tali og tali. Það gerist engar breytinga á Alþingi með nýju fólki. Það er skrýtin tilfinning að vera í prófkjöri með það að markmiði að ná í forystusveit Suðurkjördæmis og komast á þing, þegar hluti fólks hefur enga trú á þinginu.
Það er greinilegt að það þarf að leggja í mikla vinnu til þess að brúa bilið milli þings og þjóðar og byggja upp traust. Það er stórt og veigamikið verkefni að loknum kosningum.
Þrátt fyrir vantraustið þá kom ég uppveðruð heim eftir hlýlegar mótttökur í Ráðhúsinu, Sóla, Kirkjugerði og Gathap í nöf og snarpar umræður í Ísfélaginu. Krakkarnir sælir og ánægðir á leikskólunum sínum og næg atvinna í stöðvunum. Það er upplífgandi að sjá verðmætasköpunina með eigin augum. Fiskinn sem starfsfólkið vinnur og er sendur til kaupenda sem skilar þjóðarbúinu gjaldeyri. Það besta við þetta allt saman er að fiskurinn er raunverulegur ekki tilbúin ósjáanleg vara sem seld er milli manna og braskað með hugsanlegt verð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.