Góður fundur í Eyjum

Fundur með frambjóðendum Samfylkingarinnar í Eyjum í dag heppnaðist vel.

Mikil umræða fór fram um kvótakerfið, kosti þess og galla. Ég tel í raun að allir séu sammála um nauðsyn þess að laga kvótakerfið. Koma í veg fyrir að hann safnist á fáar hendur og einstaka menn haldi fjöreggi byggðarlaga í hendi sér. Nýliðun í greinni er líka nauðsynleg. Rekstarumhverfi sjávarútvegsfyrirtæka er erfitt þegar sífellt vofa yfir breytingar á kerfinu og gæta verður þess að taka ekki kvóta af þeim sem keypt hafa hann með réttmætum hætti.

Eyjamenn eru heppnir þar á bæ hafa margir útgerðarmenn sýnt samfélagslega ábyrgð og haldið kvótanum í heimabyggð og þar með haldið uppi atvinnustiginu.  Þannig er nú staðan í dag en það er ekkert sem verndar okkur gegn því að kvótinn flytjist í burtu ef núverandi eigendur hætta rekstri eða fela hann í hendur annarra.

Þessi vá auk þess að nýliðun er erfið kallar á betrumbætur án þess að kollsteypa rekstarumhverfi atvinnugreinarinnar.

Komin í annan útgerðarbæ Hornafjörð til þess að funda á morgun með heimamönnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Guðrún.

Hvað áttu við þegar þú segir "Koma í veg fyrir að hann safnist á fáar hendur"

Kvótinn er fyrir löngu kominn á fáar hendur.

Svo það þarf mikið meira til en bara laga það aðeins til.

Jens Sigurjónsson, 1.3.2009 kl. 00:52

2 Smámynd: Guðrún Erlingsdóttir

Rétt athugasemd hjá þér,  ég er raun að hnykkja að horfa til framtíðar og hnikkja á því að koma þurfi í veg fyrir  að hann safnist á enn færri hendur en hann er í dag.

Það er erfitt í stuttu máli að gera grein fyrir skoðunum sínum en það sem ég vildi koma á framfæri er að breyting á kerfi sem upphaflega var mjög ranglátt og hefur fært einstaklingum mikinn auð þarfnast breytinga. Breytingarnar mega þó ekki umturna atvinnugreininni á einu bretti.  Við verðum að hafa kerfi sem verndar auðlindina okkar, við verðum líka að hafa fyrirtæki sem sjá hag sinn í atvinnu við sjávarútveginn, það er nauðsynlegt nýliðun geti átt sér stað í henni einnig.  Til þess að öll þessi sjónarmið fari saman verður að vanda vel til verka.

Guðrún Erlingsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband