Fínn fundur á Höfn

Fínn fundur á Höfn í hádeginu í dag, evrópumál, kvótamál, vantraust á stjórnmál, tónlistarhús,  erfiðleikar heimilanna og atvinnulífsins var það sem meðal annars bar á góma. Einnig bar á góma sjónvarpsútsendingar þegar íslensku landsliðin eru að keppa.  Frambjóðendur voru flestir á því máli að allir landsmenn ættu rétt á að sjá beinar útsendingar landsliðanna óháð búsetu eða efnahag. Áhugavert mál í anda jöfnuðar.

Fór á bryggjuna og spjallaði við nokkra sjómenn, gott fiskerí og nóg af þorski. Verðmæta- og gjaldeyrissköpunin í fullum gangi.

Ég sagði það í prófkjörinu 2006 að Hornafjörður og Vestmannaeyjar væru lík sveitarfélög og ég held því fram áfram. Bæði Sveitarfélögin búa við mikla náttúrufegurð, sjósókn og erfiðleika í samgöngum. Fiskvinnsla og útgerð eru stór þáttur í atvinnulífinu. Ferðamennska og menning eru virðast vera í góðu standi  á Hornafirði að sjá með augum aðkomumannsins og  Hornfirðingar hugmyndaríkir í atvinnusköpun.

Veðrið var dásamlegt kalt en stillt og fegurð fjalla og sjávar naut sín til fulls.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband