Prófkjör Express

Prófkjör á ljóshraða í Suðurkjördæmi. Það líða ekki 3 vikur frá því að leikreglur eru settar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og þar til prófkjörið fer fram. Flestir frambjóðendur hafa tvær vikur til þess að kynna sig í öllu kjördæminu allan Reykjanesskagan, Suðurlandsundirlendið, Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Á sama tíma þarf að hanna kynningarefni, skrifa greinar, hringja út í stuðningsmenn, setja upp heima- eða bloggsíður, jafnvel Fésbók. Það segir sig sjálft að á þessum hraða gefst lítill tími til þess að komast í tengsl við kjósendur og er það miður. Kröfu fólks um breytingar er erfitt að mæta þegar nýjir frambjóðendur hafa lítil tök á að kynna sig. En svona er staðan og lítið við  henni að gera annað en að spýta lófanna. Búin að fara á hundavaði á vinnustaði í Eyjum og engar líkur á að  hægt verði að komast að  nokkru viti yfir þá. Náðum góðum rúnti á Hornafirði fyrir hádegi á mánudag, Árborgarsvæðið verður heimsótt á morgun og Suðurnesin á fimmtudag. Föstudaginn og laugardaginn mun ég svo nota til þess að leita mér stuðnings í heimabyggð. Það er mín hvatning til þeirra sem misst hafa alla trú og von á stjórnkerfinu að gefa nýju fólki möguleika. Það þarf hvort sem fólki líkar betur eða verr að kjósa 63 þingmenn hjá því verður ekki komist.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband