5.3.2009 | 10:39
Lokun á skurðstofum
Á fundum og ferðum frambjóðenda í Suðurkjördæmi hefur komið glöggt fram áhyggjur af fyrirhuguðum lokunum á skurðstofum og fæðingardeildum í kjördæminu. Það verður að leita allra leiða til þess að tryggja öryggi barnshafnandi kvenna. Það hlýtur að vera hægt að finna aðrar sparnaðarleiðir innan heilbrigðiskerfisins. Hvað varðar lokun skurðstofunar í Eyjum í 6 vikur í sumar er það ábyrgðarhluti. Börn koma í heimin þegar þeim henta og spá ekki í því hvort það sé þoka eða misvinda þannig að ekki sé flugfært. Fyrirhuguð lokun skurðdeildarinnar í Eyjum er á tíma sem stór árleg íþróttamót barna eru og íbúafjöldinn eykst um allt að 1000 manns. Það segir sig sjálft að öryggi er ábótavant þegar að mest á reynir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.