Fundirnir búnir

Nú er lokið framboðsfundum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Síðasti fundurinn var haldinn á Ránni í Reykjanesbæ. Fundurinn var vel sóttur, ganglegur og skemmtilegur. Það er áskorun að mæta á slíka fundi. Kynna sig og sín sjónarmið og svara svo spurningum um ótal mismunandi málefni. Það er aldrei að vita hvaða málefni ber á góma. Á ferð um kjördæmið heyrum við hvað brennur á fólki, kynnumst  nýjum fyrirtækjum, skynjum mismunandi  bæjarbragi, fáum góðar ábendingar. Allt þetta auk þekkingar og reynslu úr ótal áttum gera það að verkum að ég hef kjarkinn til þess mæta á slíka fundi og svara af einhverju viti.

Nú er lokahnykkurinn eftir, fara heim til Eyja og hvetja fólk til þess að kjósa. Það er ótrúlegt hvað fólk er viljugt að hjálpa til og keppniskapið er ekki langt undan.

Ég hef trú á því að ég eigi  erindi inn á þing og ég vona að sem flestir hafi þá trú líka.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband