Færsluflokkur: Bloggar

Atvinnumál í sátt og samlyndi

Matarkista Suðurkjördæmis er stór og full af mat hvort heldur sem litið er til sjávar eða sveita. Útgerð rekin með glæsibrag frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta. Landbúnaður er í miklum blóma í nánast kjördæminu öllu. Báðar þessar atvinnugreinar lúta kvótakerfi, íslenska þjóðin hefur nú kveðið uppúr með það að auðlindir landsins skuli vera í þjóðareign. Það er því sanngirnismál að þeir sem nýta auðlindirnar greiði fyrir það gjald, en gjaldið verður að vera sanngjarnt, ef í ljós kemur að atvinnuvegirnir standa ekki undir slíkri gjaldtöku þarf að sjálfsögðu að endurskoða hana. Það þarf þó að sýna fram á það með rökum, ekki upphrópunum og hótunum. Slíkt er aldrei til þess fallið að sátt náist. Aðrar náttúruauðlindir eru í eigu þjóðarinnar og þeir sem nýta þær eiga að sjálfsögðu að greiða fyrir þau afnot. Ferðaþjónustan er í mikilli uppsveiflu víða í kjördæminu og fékk nýjar víddir þegar Landeyjarhöfn var tekin í notkun. Við þurfum að sjálfsögðu að gæta að viðkvæmri náttúru á sama tíma og við höfum atvinnu af ferðamennsku. Ferðamannaiðnaðurinn er að vísu ekki í kvóta en hann kveinkar sér nú undan hækkandi virðisaukaskatti. Ef það kemur í ljós að skatturinn er of hár eða hann lagður á með of miklum hraða þá þarf að endurskoða hann með sama hætti og kvótakerfin, með rökum, ekki upphrópunum og hótunum.

Það er okkur ölllum fyrir bestu að vinna saman í sátt og samlyndi í atvinnu- og auðlindarmálum.

Höfundur býður sig fram í 2. - 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. - 17. nóvember.


Hugarfarsbreyting í heilbrigðismálum

Það er í gangi hugarsfarsbreyting á Íslandi varðandi heilbrigðismál. Það er ánægjulegt að finna fyrir því í Suðurkjördæmi hversu margir eru farnir að hugsa út fyrir kassan. Það sést á skrifum í blöðum, sjónvarpsþáttum og fleiri úrræðum sem í boði eru.
Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég tel að hefðbundar og óhefðbundar lækningaaðferðir og heilsugæsla eiga fullkomna samleið. Án hvor annarar geta þær ekki verið.
Kjörorð Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði, berum ábyrgð á eigin heilsu, segir allt sem segja þarf. Við berum fyrst og síðast ábyrgð á eigin heilsu. Við þurfum oft á aðstoð að halda til þess að öðlast heilbrigði í dagsins önn. Sunnlendingar geta verið stoltir af þeirri starfssemi sem fram fer í Hveragerði, sjálf hef ég notið þjónustu heilsustofnunarinnar fyrir nokkrum árum sem varð grunnurinn að breyttu lifnaðarháttum. Í Reykjanesbæ hefur Heilsuhótel Íslands verið rekið og gert mörgum gott. Hallgrímur Magnússon læknir og frumkvöðull starfar einnig í Suðurkjördæmi. Víða um kjördæmið er boðið uppá óhefðbundar leiðir til þess að öðlast heilsu. Ég tel að íbúar þessa kjördæmis hafi sýnt framsýni og þor varðandi þessi mál.
Vissulega eru skiptar skoðanir á óhefðbundum aðferðum og þess vegna kallast þær óheðbundar. Náttúrlegar aðferðir er önnur skilgreining á óhefðbundum leiðum og vísa þá meira til þess að nýta það sem náttúran gefur okkur og fara í raun aftur til fortíðar. Til þess tíma sem lyf voru ekki til og menn nýttu jurtir oft með góðum árangri. Á íslandi eru tugir jurta sem hægt er að nota í lækningaskini og vaxa gjarnan við túnfótinn heima.
Fólk á að hafa val þegar kemur að lækningum, val um það að taka lyf, fara í aðgerð, í sjúkraþjálfun eða fara óhefbundnar og náttúruleiðir. Sjálf tók ég 5 - 6 lyf að staðaldri fyrir nokkrum árum, var of þung og orkan í lágmarki. Með breyttum áherslum í lífstíl, breytingu á mataræði, hefðbundum og þó sérstaklega óhefbundum aðferðum tókst mér að ná heilsu á ný og vera lyfjalaus í dag.
Barátta við að ná betri eða bæta heilsuna getur tekið á og tekur tíma. Það er ekki jöfnuður í því að fólk sem lítið hefur á milli handanna geti ekki leyft sér að nota aðra þjónustu en þá hefðbundu. Við getum líka sparað tugmilljónir í heilbrigðiskerfinu með fjölbbreyttara vali og minni lyfjaneyslu. Það væri þá hægt að nota það fé til þess að bæta það sem á vantar í heilbrigðisþjónustunni.

Höfundur er heilsumeistarnemi og býður sig fram í 2. - 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. og 17. nóvember


Er vilji fyrir Eyjamann á þing?

Ég á mér draum og það er að verða kosin á Alþingi íslendinga. Til þess að uppfylla hann þarf ég að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið er góð kosning í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. - 17. nóvember n.k. Til þess að fá góða kosningu þurfa kjósendur að taka þátt. Flokksvalið er fyrir skráða flokksmenn og þá sem skrá sig á stuðningsmannalista fyrir miðnætti 8 nóvember n.k. Ég tel mig hafa sýnt með störfum mínum hjá Verkalýðshreyfingunni, í pólitíkinni og öðrum félagsstörfum að ég sé sjálfri mér samkvæm og klári þau verkefni sem mér hafa verið falin. Ef Eyjamenn og aðrir í kjördæminu hafa trú á því að ég sé verðugur fulltrúi á Alþingi verða þeir að taka þátt í flokksvalinu og þeir sem hyggjast taka þátt án þess að vera flokksbundir að skrái sig sem stuðningsmann á samfylking.is undir ´´taktu þátt´´ fyrir miðnætti 8. nóvember. Ég tel mig tilbúna til þess að taka að mér þingmennsku fyrir Suðurkjördæmi. Ég er mjög þakklát fyrir þann velvilja og stuðning sem ég hef fundið fyrir, nú er hins vegar komið að því að sýna hann í verki.
Það eru margir leiðir á pólitík og hafa ekki trú á þingmönnum, það breytir því hins vegar ekki að 63 þingmenn verður að kjósa í vor. Það breytir því heldur ekki að einstaklinga verður að kjósa í flokksvali, prófkjöri eða hvaða aðferð sem flokkarnir nota. Nú getur hinn almenni kjósandi haft áhrif ef hann vill. Nýttu þér það.

Nýjar leiðir í heilbrigðismálum

Heilbrigðiskerfið á Íslandi glímir við stöðugan fjárhagsvanda. Þannig hefur það verið um langa hríð og hlýtur að vera lýjandi að vinna undir slíkum kringum stæðum. Erum við að nýta það fjármagn sem skammtað er af skynsemi? Ekki í öllum tilfellum er svar mitt.
Það tekur alltaf tíma að breyta frá ríkjandi gildum. Það mætti spara mikla peninga með meiri forvörnum, fleiri úrræðum og nýta það sem náttúran hefur gefið okkur.
A
Lyf geta verið nauðsynleg og bjargað mannslífum, en þau eru dýr og hafa í mörgum tilfellum aukaverkanir. Álagið á líkamann að losa sig við afleiðingar lyfjagjafar, getur haft í för með sér að kerfi líkamans geta illa sinnt hreinsunarhlutverki sínu. Vissulega er mörg lyf sem virka fljótt og vel og einstaklingurinn er annað hvort kominn til vinnu eftir nokkra daga eða tekur aldrei frí frá vinnu a.m.k. ekki í fyrstu lotu. En hvað með næstu veikindi og næstu og þar fram eftir götunum?

Ég tel að fólk eigi að hafa val þegar það veikist eða finnur fyrir krankleika, val um að taka lyf ef það vill, val um að breyta lífsstíl þannig að lyfja sé ekki lengur þörf, val um meðferðir t.d. meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara, höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun, hnykklækningar, nálastungur, sundleikfimi, jóga, zumba eða bara það sem hentar til þess að koma einstaklingi til heilsu á ný. Mitt í öllu þessu ferli skiptir mataræði öllu máli. Þar þarf að koma til meiri fræðsla og einstaklingsmiðaðri. Lífrænt ræktuð matvæli, ofurfæði og ýmis bætiefni eru mun dýrari en önnur matvæli. Mér er jafnaðarstefnan alltaf hugleikin og því sárt til þess að vita að þeir sem minna hafa á milli handanna þurfa að fara eftir þeim viðteknu venjum sem ríkja og hafa jafnvel ekki efni á að prófa aðrar leiðir.

Hefbundnar lækningar og óhefðbundar eiga samleið, þær geta illa án hvor annarrar verið. Komum út úr kassanum og prófum nýjar leiðir. Ég er sannfærð að með því sé hægt að spara mikið fjármagn sem nýta mætti til þess að búa betur að sjúkrastofnunum, starfsfólki og síðast en ekki síst skjólstæðingum heilbriðgðiskerfisins

Guðrún Erlingsdóttir
Höfundur er heilsumeistaranemi
og sækist eftir 2. - 3. sæti í flokksvali
Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
16. - 17. nóvember


Góður fundur í dag

Góður fundur í dag hjá frambjóðendum Samfylkingarinnar í Eyjum, frekar slök mæting eða eins og góður Eyjamaður sagði einu sinni er hann auglýsti sjónvarpið sitt, lítið notað, aðeins einn horft á.

Það  voru að vísu fleiri en einn fundargestur. Vorum í samkeppni við landsleik í handbolta, sýningu á Djúpinu og fleiri viðburðum á safnahelgi.  Alltaf gott að heyra sjónarmið annarra, þannig verður maður víðsýnni.  Sjávarútvegsmálin brenna á Eyjamönnum eins og gefur að skilja. Það getur aldrei verið í anda jafnaðarmanna að setja lög sem ganga að litlum og meðalstórum útgerðum dauðum. Sé það staðreynd að nýja frumvarpið sé þess valdandi þá þarf að sjálfsögðu að breyta leikreglum. Reykjanes á morgun með fundi annað kvöld það verður gaman að heyra í Reyknesingum


Landeyjahöfn stendur fyrir sínu

Lagði land undir fót  í óveðrinu í dag úr flóanum til Eyja. Vel gölluð, með teppi, heitt té, gsm og ipad með facebook svo fylgjast mætti með ferðum frúarinnar. Gekk vel að keyra en nýtti mér veginn niður að Bakkaflugvelli til þess að sleppa við hugsanlegar hviður nálægt Markarfljótinu. Ótrúlega þægilegt að fara yfir hafið með Herjólfi frá Landeyjahöfn og bara snillingar þar við stjórnvöllinn. Það er eiginlega varla hægt að lýsa þægindunum af Landeyjahöfn þó vissulega sé aksturinn lengri. Vona innilega að höfnin haldist opin í vetur.  Gott fyrir konur í flokksvalli sem þurfa að þeysast um kjördæmið þvert og endilangt á eldingarhraða. En í flokksvali er gaman, krefjandi, upplýsandi og gefandi.  Við eldhúsborðið eru næstu dagar skipulagðir þó vissulega sé það erfiðara  með Kára í ham. Framboðsfundinum á morgun frestað til sunnudags í Eyjum.  Hef lært það í gegnum tíðina að bera virðingu fyrir náttúruöflunum, gegn þeim stöndum við agnarsmá. 


Að láta drauminn rætast

Lengi hef ég gengið með þann draum í maganum að verða þingmaður. Nú skal aftur haldið af stað. Til þess að geta orðið þingmaður þarf fyrst að á árangri í flokksvali og svo að sjálfsögðu í kosningunum sjálfum. Ég fæ oft spurninguna hvernig nennir þú þessu? Svarið er einfalt og á sama tíma flókið. Drauma er ekki alltaf hægt að útskýra eða öllu heldur köllun. Ég bara hef þessa þörf og ég tel mig hafa hæfileika til þess að gegna þingstörfum. Ég sat á þingi í 2 vikur í október 2009 og þar sannfærðist ég endanlega um að þarna vildi ég starfa. Vissulega er menningin í íslenskri pólitík ekki heillandi en henni má breyta. Nú býð ég mig fram í 2. - 3. sæti í Suðurkjördæmi í flokkvali Samfylkingarinnar. 16. - 17. nóvember n.k. Hlakka til að hitta fólk og heyra þeirra sjónarmið í kjördæminu. Við getum stillt saman strengi og spilað sama lagið, þó svo að hver fái að syngja með sínu nefi

Fundirnir búnir

Nú er lokið framboðsfundum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Síðasti fundurinn var haldinn á Ránni í Reykjanesbæ. Fundurinn var vel sóttur, ganglegur og skemmtilegur. Það er áskorun að mæta á slíka fundi. Kynna sig og sín sjónarmið og svara svo spurningum um ótal mismunandi málefni. Það er aldrei að vita hvaða málefni ber á góma. Á ferð um kjördæmið heyrum við hvað brennur á fólki, kynnumst  nýjum fyrirtækjum, skynjum mismunandi  bæjarbragi, fáum góðar ábendingar. Allt þetta auk þekkingar og reynslu úr ótal áttum gera það að verkum að ég hef kjarkinn til þess mæta á slíka fundi og svara af einhverju viti.

Nú er lokahnykkurinn eftir, fara heim til Eyja og hvetja fólk til þess að kjósa. Það er ótrúlegt hvað fólk er viljugt að hjálpa til og keppniskapið er ekki langt undan.

Ég hef trú á því að ég eigi  erindi inn á þing og ég vona að sem flestir hafi þá trú líka.  

 


Lokun á skurðstofum

Á fundum og ferðum frambjóðenda í Suðurkjördæmi hefur komið glöggt fram áhyggjur af fyrirhuguðum lokunum á skurðstofum og fæðingardeildum í kjördæminu. Það verður að leita allra leiða til þess að tryggja öryggi barnshafnandi kvenna. Það hlýtur að vera hægt að finna aðrar sparnaðarleiðir innan heilbrigðiskerfisins. Hvað varðar lokun skurðstofunar í Eyjum í  6 vikur í sumar  er það ábyrgðarhluti. Börn koma í heimin þegar þeim henta og spá ekki í því hvort það sé  þoka eða misvinda þannig að ekki sé flugfært.  Fyrirhuguð lokun skurðdeildarinnar í Eyjum er á tíma sem stór árleg íþróttamót barna eru og íbúafjöldinn eykst um allt að 1000 manns. Það segir sig sjálft að öryggi er ábótavant þegar að mest á reynir.  


Prófkjör Express

Prófkjör á ljóshraða í Suðurkjördæmi. Það líða ekki 3 vikur frá því að leikreglur eru settar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og þar til prófkjörið fer fram. Flestir frambjóðendur hafa tvær vikur til þess að kynna sig í öllu kjördæminu allan Reykjanesskagan, Suðurlandsundirlendið, Vestmannaeyjar og Hornafjörð. Á sama tíma þarf að hanna kynningarefni, skrifa greinar, hringja út í stuðningsmenn, setja upp heima- eða bloggsíður, jafnvel Fésbók. Það segir sig sjálft að á þessum hraða gefst lítill tími til þess að komast í tengsl við kjósendur og er það miður. Kröfu fólks um breytingar er erfitt að mæta þegar nýjir frambjóðendur hafa lítil tök á að kynna sig. En svona er staðan og lítið við  henni að gera annað en að spýta lófanna. Búin að fara á hundavaði á vinnustaði í Eyjum og engar líkur á að  hægt verði að komast að  nokkru viti yfir þá. Náðum góðum rúnti á Hornafirði fyrir hádegi á mánudag, Árborgarsvæðið verður heimsótt á morgun og Suðurnesin á fimmtudag. Föstudaginn og laugardaginn mun ég svo nota til þess að leita mér stuðnings í heimabyggð. Það er mín hvatning til þeirra sem misst hafa alla trú og von á stjórnkerfinu að gefa nýju fólki möguleika. Það þarf hvort sem fólki líkar betur eða verr að kjósa 63 þingmenn hjá því verður ekki komist.

  


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband