Er vilji fyrir Eyjamann á þing?

Ég á mér draum og það er að verða kosin á Alþingi íslendinga. Til þess að uppfylla hann þarf ég að taka eitt skref í einu. Fyrsta skrefið er góð kosning í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. - 17. nóvember n.k. Til þess að fá góða kosningu þurfa kjósendur að taka þátt. Flokksvalið er fyrir skráða flokksmenn og þá sem skrá sig á stuðningsmannalista fyrir miðnætti 8 nóvember n.k. Ég tel mig hafa sýnt með störfum mínum hjá Verkalýðshreyfingunni, í pólitíkinni og öðrum félagsstörfum að ég sé sjálfri mér samkvæm og klári þau verkefni sem mér hafa verið falin. Ef Eyjamenn og aðrir í kjördæminu hafa trú á því að ég sé verðugur fulltrúi á Alþingi verða þeir að taka þátt í flokksvalinu og þeir sem hyggjast taka þátt án þess að vera flokksbundir að skrái sig sem stuðningsmann á samfylking.is undir ´´taktu þátt´´ fyrir miðnætti 8. nóvember. Ég tel mig tilbúna til þess að taka að mér þingmennsku fyrir Suðurkjördæmi. Ég er mjög þakklát fyrir þann velvilja og stuðning sem ég hef fundið fyrir, nú er hins vegar komið að því að sýna hann í verki.
Það eru margir leiðir á pólitík og hafa ekki trú á þingmönnum, það breytir því hins vegar ekki að 63 þingmenn verður að kjósa í vor. Það breytir því heldur ekki að einstaklinga verður að kjósa í flokksvali, prófkjöri eða hvaða aðferð sem flokkarnir nota. Nú getur hinn almenni kjósandi haft áhrif ef hann vill. Nýttu þér það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er enginn Samfylkingarmaður æskilegur á þing.........

Vilhjálmur Stefánsson, 8.11.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband