Atvinnumál í sátt og samlyndi

Matarkista Suðurkjördæmis er stór og full af mat hvort heldur sem litið er til sjávar eða sveita. Útgerð rekin með glæsibrag frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta. Landbúnaður er í miklum blóma í nánast kjördæminu öllu. Báðar þessar atvinnugreinar lúta kvótakerfi, íslenska þjóðin hefur nú kveðið uppúr með það að auðlindir landsins skuli vera í þjóðareign. Það er því sanngirnismál að þeir sem nýta auðlindirnar greiði fyrir það gjald, en gjaldið verður að vera sanngjarnt, ef í ljós kemur að atvinnuvegirnir standa ekki undir slíkri gjaldtöku þarf að sjálfsögðu að endurskoða hana. Það þarf þó að sýna fram á það með rökum, ekki upphrópunum og hótunum. Slíkt er aldrei til þess fallið að sátt náist. Aðrar náttúruauðlindir eru í eigu þjóðarinnar og þeir sem nýta þær eiga að sjálfsögðu að greiða fyrir þau afnot. Ferðaþjónustan er í mikilli uppsveiflu víða í kjördæminu og fékk nýjar víddir þegar Landeyjarhöfn var tekin í notkun. Við þurfum að sjálfsögðu að gæta að viðkvæmri náttúru á sama tíma og við höfum atvinnu af ferðamennsku. Ferðamannaiðnaðurinn er að vísu ekki í kvóta en hann kveinkar sér nú undan hækkandi virðisaukaskatti. Ef það kemur í ljós að skatturinn er of hár eða hann lagður á með of miklum hraða þá þarf að endurskoða hann með sama hætti og kvótakerfin, með rökum, ekki upphrópunum og hótunum.

Það er okkur ölllum fyrir bestu að vinna saman í sátt og samlyndi í atvinnu- og auðlindarmálum.

Höfundur býður sig fram í 2. - 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi 16. - 17. nóvember.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband